sagan
Gautur Ívar Halldórsson heiti ég og fyrirtækið mitt G. I. Halldórsson. Ég starfaði við vegmerkingar frá árinu 2002 til 2007. Árið 2009 keypti ég mína fyrstu málningarvél og skömmu síðar keypti ég fyrirtæki í garðyrkjuþjónustu á Hellu. Ég flutti með starfsemina til Ísafjarðar árið 2010. Árið 2012 tókum við þátt í útboði um tjaldsvæðið í Tungudal. Við fengum verkið og vorum þá komin með þrjár þjónustudeildir. Árið 2014 voru stöðugildi í fyrirtækinu orðin átta. Vegmerkingar deild starfar um allt land, en hinar eru skorðaðar við Norðanverða Vestfirði.
Markmið okkar er að byggja upp langtíma viðskiptasamband með persónulegri og vinalegri þjónustu. |